Ferill 464. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 464 . mál.


910. Breytingartillögur



við frv. til laga um yfirskattanefnd.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Við 2. gr. Orðin „lögum um bókhald“ í 1. mgr. falli niður.
    Við 3. gr. Í stað orðsins „Ríkisskattstjóra“ í 2. mgr. komi: Ríkisskattstjóra og eftir atvikum viðkomandi sveitarfélagi.
    Við fyrri málsgrein 5. gr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Með sama hætti og ríkisskattstjóri hefur heimild til að skjóta úrskurðum skattstjóra til yfirskattanefndar getur viðkomandi sveitarfélag skotið úrskurði skattstjóra eða ríkisskattstjóra til nefndarinnar.
    Við 1. mgr. 6. gr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Sama gildir eftir því sem við á um kæru sveitarfélags.
    Orðið „formanns“ í 3. mgr. 7. gr. falli brott.
    Við 8. gr. Í lok 2. mgr. komi orðin: 7. gr.
    Við 9. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Í yfirskattanefnd skulu sitja sex menn sem skipaðir skulu til sex ára í senn og skulu fjórir nefndarmannanna hafa starfið að aðalstarfi. Skulu nefndarmenn fullnægja skilyrðum sem sett eru í 86. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt um embættisgengi skattstjóra. Fjármálaráðherra skipar formann og varaformann úr hópi þeirra nefndarmanna sem hafa starfið að aðalstarfi. Báðir skulu uppfylla skilyrði sem sett eru um embættisgengi héraðsdómara. Ætíð skal annaðhvort formaður eða varaformaður taka þátt í úrlausn hvers máls.
    Við 10. gr. Í stað orðsins „varaformanns“ í síðari málslið greinarinnar komi: varaformanns sem ákveða þeim þóknun fyrir starfann.
    Við 18. gr. Í stað orðsins „skattaðila“ í fyrri málslið greinarinnar komi: skattaðila, umboðsmanni hans.
    Við 19. gr.
         
    
    Greinin orðist svo:
                  Starfsmönnum yfirskattanefndar er bannað að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi að skýra óviðkomandi aðilum frá því sem þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara, þar á meðal um tekjur og efnahag skattaðila. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi. Hafi óviðkomandi aðili lagaheimild til að krefja yfirskattanefnd ofangreindra upplýsinga skal sama þagnarskylda hvíla á þeim sem fær slíkar upplýsingar nema ríkari þagnarskylda hvíli á honum að lögum.
         
    
    Fyrirsögn greinarinnar verði: Þagnarskylda.
    Við 23. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðsins „júní“ í 1. málsl. fyrri málsgreinar komi: júlí.
         
    
    Við síðari málsgrein bætist: og skal hún hafa lokið afgreiðslu þeirra eigi síðar en sex mánuðum eftir gildistöku laga þessara.
         
    
    Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
                            Hvarvetna þar sem í lögum kemur fyrir orðið „ríkisskattanefnd“ skal í þess stað koma orðið yfirskattanefnd. Lagaákvæði, þar sem sérstaklega er vikið að ríkisskattanefnd og ekki fá samrýmst þessum lögum, falla úr gildi við gildistöku laga þessara.
    Í stað síðara ákvæðis til bráðabirgða komi þrjú ný ákvæði er orðist svo:
         
    
    (II).
                            Í fyrsta sinn við skipun nefndarinnar skulu tveir menn skipaðir til tveggja ára, tveir til fjögurra ára og tveir til sex ára en eftir það skal hún skipuð skv. 1. mgr. 9. gr.
         
    
    (III).
                            Frá og með þeim tíma, sem yfirskattanefnd tekur við störfum ríkisskattanefndar, skulu starfsmenn ríkisskattanefndar verða starfsmenn yfirskattanefndar og halda óbreyttum kjörum.
         
    
    (IV).
                            Fjármálaráðherra er heimilt að framlengja skipunartíma þeirra nefndarmanna ríkisskattanefndar sem hafa störfin að hlutastarfi til 30. júní 1992 eða skipa aðra í þeirra stað þann tíma.